Mánudagur 4. mars 2002 kl. 08:32
Tíðindalaust hjá lögreglunni
Nóttin var tíðindalaus hjá lögreglunni í Keflavík. Gengið hefur á með éljum í alla nótt og fáir á ferli.Helgin var jafnframt mjög róleg hjá lögreglunni. Tvö umferðaróhöpp urðu í gær og nokkuð eignatjón í öðru þeirra.