Mánudagur 14. janúar 2002 kl. 09:24
Tíðindalaust hjá lögreglu í gærkveldi og nótt
Ekkert markvert gerðist í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærkveldi og nótt. Um helgina urðu tvær bílveltur, önnur á Reykjanesbraut og hin á Grindavíkurvegi og ökumaður var tekinn fyrir of hraðann akstur og að sögn lögreglu var þar að auki grunaður um ölvun við akstur.