Tíðindalaust hjá lögreglu
Tíðindalaust var hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og í nótt, samkvæmt fréttasíma lögreglunar. Töluvert hvassviðri var í nótt og vind hefur lægt með morgninum en ekkert tjón varð í rokinu. Mjög hásjávað var í morgun og lýsingar vegfaranda úr Keflavíkurhöfn voru á þann veg að litlu mætti muna að bátarnir færu upp á bryggju.