Tíðar skjálftahrinur við Grindavík undanfarið
Skömmu fyrir kl. 14 í gær hófst jarðskjálftahrina við Sýlingafell um 5 km NNA við Grindavík þegar skjálfti af stærð 2,9 varð þar. Skömmu síðar varð skjálfti af stærð 3,0 en stærsti skjálftinn í hrinunni varð kl. kl. 14:19 og mældist 3,3 að stærð.
Alls hafa mælst um 200 skjálftar síðan hrinan hófst.
Skjálftahrinur hafa verið tíðar á þessu svæði undanfarið en síðast varð hrina á þessum slóðum dagana 18.-19. mars þegar um 170 skjálftar mældust á einum sólarhring, en enginn þeirra yfir 3 að stærð.
Síðast mældist skjálfti af stærð 3 á svæðinu þann 14. febrúar.