Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þýskur sjálfboðaliði starfar hjá Grindavíkurbæ
Þriðjudagur 30. september 2003 kl. 12:15

Þýskur sjálfboðaliði starfar hjá Grindavíkurbæ

Félagsmiðstöðin Þruman í Grindavík er nú með sjálfboðaliða frá Þýskalandi á sínum snærum og mun hún dvelja hér í eitt ár. Sjálfboðaliðinn er tvítug stúlka að nafni Andrea Bramer og mun hún starfa við hinar ýmsu stofnanir Grindavíkurbæjar meðan á dvöl stendur. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Fyrstu stofnanirnar eru félagsmiðstöðin og skólinn þar sem hún mun starfa með börnum og unglingum að frítímanum, þeim börnum sem tengjast þýskalandi eða þýsku á einhvern hátt býðst þýskukennsla og ef áhugi er fyrir að læra þýsku í Grindavík er hægt að hafa samband við Ágústu H. Gísladóttur tómstundafulltrúa bæjarins í síma 660-7310, segir ennfremur á vefsíðu bæjarfélagins.

Mynd af vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024