Þýskir húðlæknar kynna sér áhrif Bláa lónsins
Áhrif Blue Lagoon húðvara á króníska húðsjúkdóma, er yfirskrift fyrirlesturs virts þýsks húðlæknis Dr. Ulrich Amon sem heldur fyrirlestur á ráðstefnu í Bláa Lóninu föstudagsmorguninn 25. febrúar.
Dr. Ulrich Amon, kemur hingað ásamt tuttugu manna hópi þýskra húðlækna sem eru komnir til landsins til þess að kynna sér Bláa Lóns vörur og meðferðir.
Klínískar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Þýskalandi á Bláa Lóns vörunum hafa sýnt fram á árangur við lækningu á psoriasis og öðrum krónískum húðsjúkdómum, bæði einar og sér og í samhliða meðferðum. Sýnt hefur verið fram á að vörurnar draga úr hreysturmyndum og ertingu í húðinni og geta haft fyrirbyggjandi áhrif gegn psoriasis og öðrum krónískum húðsjúkdómum.
Þessar klínísku rannsóknir staðfesta einstakan heilsustyrkjandi þátt Bláa Lóns jarðsjávarins, sem er svo grunnur að fjölbreyttri húðvörulínu undir merkinu Blue Lagoon Iceland. Sala á vörunum í Þýskalandi hófst á síðasta ári.
Bláa Lónið var sem kunnugt er valið besta náttúrulega heilsulindin í heimi árið 2005 af breska tímaritinu Condé Nast Traveller sem gefur húðvörum fyrirtækisins byr undir báða vængi.
Nánari upplýsingar um Dr. Amon.
Hann er yfirlæknir á Psor Húðlæknastöðinni í Hersbruck spítala í Þýskalandi sem sérhæfir sig í meðferð á psoriasis og exemissjúklingum. Nánari upplýsingar um spítalann er að finna á www.psorisol.de. Hann rekur einnig Húðmeðferðarstofu ásamt eiginkonu sinni og öðrum húðlæknum
þar sem boðið er upp á fegrunar- og vellíðunarmeðferðir, sjá www.dermallegra.de
Dr. Ulrich Amon, kemur hingað ásamt tuttugu manna hópi þýskra húðlækna sem eru komnir til landsins til þess að kynna sér Bláa Lóns vörur og meðferðir.
Klínískar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Þýskalandi á Bláa Lóns vörunum hafa sýnt fram á árangur við lækningu á psoriasis og öðrum krónískum húðsjúkdómum, bæði einar og sér og í samhliða meðferðum. Sýnt hefur verið fram á að vörurnar draga úr hreysturmyndum og ertingu í húðinni og geta haft fyrirbyggjandi áhrif gegn psoriasis og öðrum krónískum húðsjúkdómum.
Þessar klínísku rannsóknir staðfesta einstakan heilsustyrkjandi þátt Bláa Lóns jarðsjávarins, sem er svo grunnur að fjölbreyttri húðvörulínu undir merkinu Blue Lagoon Iceland. Sala á vörunum í Þýskalandi hófst á síðasta ári.
Bláa Lónið var sem kunnugt er valið besta náttúrulega heilsulindin í heimi árið 2005 af breska tímaritinu Condé Nast Traveller sem gefur húðvörum fyrirtækisins byr undir báða vængi.
Nánari upplýsingar um Dr. Amon.
Hann er yfirlæknir á Psor Húðlæknastöðinni í Hersbruck spítala í Þýskalandi sem sérhæfir sig í meðferð á psoriasis og exemissjúklingum. Nánari upplýsingar um spítalann er að finna á www.psorisol.de. Hann rekur einnig Húðmeðferðarstofu ásamt eiginkonu sinni og öðrum húðlæknum
þar sem boðið er upp á fegrunar- og vellíðunarmeðferðir, sjá www.dermallegra.de