Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þýskir hermenn í störf íslenskra hafnarverkamanna
Fimmtudagur 1. mars 2012 kl. 09:17

Þýskir hermenn í störf íslenskra hafnarverkamanna

Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gerði í gærdag athugasemd við það að þýskir hermenn væru að ganga í störf íslenskra hafnarverkamanna í Helguvík. Þá var unnið að uppskipun úr flutningaskipi sem flytur gögn fyrir þýska herinn til Keflavíkurflugvallar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kristján setti sig í samband við ráðuneyti í gær sem vísaði honum með erindi sitt til Landhelgisgæslunnar. Í samtali við Víkurfréttir sagði Kristján að hann hafi mætt góðum skilningi hjá Gæslunni þar sem átti að tryggja þetta myndi ekki endurtaka sig.

VF-mynd: Páll Ketilsson / flutningaskipið sem þýsku dátarnir voru að skipa uppúr í gær.