Þýskalandsforseti kominn til landsins
Forseti Þýskalands, Johannes Rau, kom til Íslands klukkan 10 í morgun. Mun forsetinn afhjúpa eftir hádegi í dag minnismerki við Flenseborgarhöfn í Hafnarfirði um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi. Lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli undirbjuggu komu Rau í morgun og stóðu meðal annars glæsilegan heiðursvörð við komu forsetans. Heiðursvörðurinn var skipaður lögreglumönnum af Keflavíkurflugvelli og úr Keflavík.Á meðfylgjandi mynd er Rau að heilsa upp á Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjón á Keflavíkurflugvelli.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson