Þyrlur frá Varnarliðinu sækja slasaðan sjómann
Varnarliðið sendi skömmu eftir hádegi í dag tvær björgunarþyrlur til að sækja slasaðann sjómann af spænsku skipi sem statt var suðvestur af Færeyjum og um 600 km suður af landinu. Beiðni um aðstoð barst frá björgunarmiðstöð í Bretlandi í morgun og hélt önnur þyrlan á staðinn frá Keflavík en hin frá Hornafjarðarflugvelli þar sem hún var við æfingar. Eldsneytisflugvél var send frá Bretlandi til aðstoðar þyrlunum og er nú verið að hífa sjómanninn um borð. Gert er ráð fyrir að þyrlurnar komi með hinn slaðsaða til Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld eftir um átta klst. leiðangur.