Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Þyrlur aðstoðuðu skáta við hreinsun
  • Þyrlur aðstoðuðu skáta við hreinsun
    TF-LIF með þak skátaskálans og Keili í baksýn. VF-myndir: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 7. maí 2015 kl. 13:54

Þyrlur aðstoðuðu skáta við hreinsun

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vöktu athygli vegfarenda um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg síðdegis í gær. Unnið var að hreinsun við Snorrastaðatjarnir og aðstoðaði þyrlusveit gæslunnar við hreinsunina.

Skátafélagið Heiðabúar reisti skála við Snorrastaðatjarnir árið 1991. Skömmu síðar fundust sprengjur á svæðinu við skálann og þá var skátunum meinað að nota skálann og útivistarsvæðið þar í kring. Skálinn stóð því ónotaður í mörg ár eða þar til brotist var inn í hann og skálinn skilinn eftir opinn. Í krappri vetrarlægð splundraðist skálinn og dreifðist yfir stórt svæði.

Nú var komið að því að fjarlægja rústirnar og á dögunum kom saman hópur Heiðabúa og velunnara þeirra til að taka saman rústir skálans og búa þær til flutnings.

Haft var samband við Landhelgisgæsluna og hún samþykkti að setja verkefnið inn í æfingaferli hjá áhöfn þyrlunnar. Í gær var svo ruslið híft úr umhverfi Snorrastaðatjarna og á stað þar sem auðveldara var að koma því í gáma til förgunar og endurvinnslu.

Þrátt fyrir að nú séu rústir skálans farnar úr umhverfinu þá liggja rústir gamalla fiskhjalla enn á stóru svæði. Það er örugglega næsta verkefni í hreinsun á svæðinu.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á vettvangi. VF-myndir: Hilmar Bragi.













Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024