Þyrlunámi komið á fót á Ásbrú
Keilir og þyrlufyrirtækið Norðurflug hafa ritað undir viljayfirlýsingu um samstarf. Samkvæmt henni er ætlunin að bjóða upp á alhliða kennslu á þyrlur. Er verið að horfa annars vegar til grunnnáms en ekki síður framhaldsnáms fyrir þyrluflugmenn. Ekki síst er verið að horfa á erlendan markað en aðstæður á Íslandi þykja einstakar til þjálfunar fyrir þyrluflugmenn. Norðurflug og Keilir munu fara í viðræður við ýmsa erlenda aðila um samstarf á þessu sviði.
Á myndinni hér til hliðar má sjá þá Birgi Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóra Norðurflugs, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Flugakademíu Keilis, við undirritun samstarfssamningsins.
Á efri myndinni tekur þyrla frá Norðurflugi á loft frá Ásbrú fyrr í vor á opnun degi Ásbrúar og Keilis.