Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þyrla leitar þriggja ungmenna frá Keflavík á hálendinu
Mánudagur 21. mars 2005 kl. 16:05

Þyrla leitar þriggja ungmenna frá Keflavík á hálendinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór klukkan 12:33 til að leita að tveimur bílum, sem sást síðast til á hálendinu við Dúfunefsfell um kl. 17 í gær. Í bílunum voru þrír einstaklingar, sem voru þá á leið að Hveravöllum. Björgunarsveitir frá Eyjafirði, Húnavatnssýslum, Árnessýslu og úr Borgarfirði eru einnig á leið á svæðið.
Bílarnir eru af Toyota Hilux gerð, gráir og rauðir að lit með skráningarnúmerin HK-089 og YH-937. Fóru bílarnir frá Dalvík eftir hádegið í gær og var ferðinni heitið suður Kjöl og Kaldadal. Þrjú ungmenni eru í bílunum. Þau eru frá Keflavík og ætluðu þangað. Eru þeir sem hafa orðið varir við þá á hálendinu beðnir um að hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024