Þyrla Landhelgisgæslunnar við störf yfir gosstöðvunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í slökkvistarfi við gosstöðvarnar en þar hafa slökkviliðsmenn barist við mikla gróðurelda. Meðfylgjandi myndir eru af þyrlu Landhelgisgæslunnar við vinnu yfir gosstöðvunum í gærkvöldi.
Á efstu myndinni sést þyrlan með skjóluna sem tekur um tvö tonn og setja vatnið yfir eldinn.
Einnig voru „bambar“ fullir af vatni og fluttir upp að eldi norðan við gosið þar sem slökkviliðsmenn voru við störf.