Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þyrla flytur nýtt fjarskiptamastur í Þorbjörn
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 11:49

Þyrla flytur nýtt fjarskiptamastur í Þorbjörn

Verið er að skipta úr fjarskiptamastri á Þorbirni og af þeim sökum verður vegurinn upp á fjallið austan megin lokaður meðan á aðgerðum stendur. Hægt verður að fara um fjallið norðanvert þar sem Selskógur er.

Á vef Grindavíkurbæjar segir að þyrla mun sjá um að flytja mastrið upp en verið er að skipta úr 40 metra mastri fyrir 20 metra mastur. Það er Neyðarlínan sem sér um framkvæmdina en hún er boðin út af Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024