Þyrla flutt úr landi
Ekki fer framhjá neinum sem hefur átt erindi á Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli að þar brottflutningur í fullum gangi. Fyrir utan búslóðir og annað smálegt sem hefur verið flutt vestur um haf eru flutningar á hergögnum hafnir.
Þessar myndir fengu Víkurfréttir sendar frá ónefndum heimildarmanni sem varð vitni af því þegar ein af þyrlum Varnarliðsins var sett inn í flutningavél á leið út úr landi fyrir tveimur dögum síðan.