Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þykkur reykur í Helguvík talinn frá eldsvoða
Þriðjudagur 21. ágúst 2018 kl. 15:27

Þykkur reykur í Helguvík talinn frá eldsvoða

Þykkan svartan reyk lagði frá Helguvík undir morgun. Fjölmargar tilkynningar bárust til Neyðarlínunnar sem sendi slökkvilið Brunavarna Suðurnesja með forgangi á staðinn.
 
Útkall barst slökkviliðinu kl. 05:24 þar sem talið var að eldur logaði í kísilverinu í Helguvík. Þegar slökkviliðið nálgaðist Helguvík var hins vegar ljóst að þykkan svartan reyk lagði frá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Helguvík. Rauk úr strompi en starfsmenn voru að kveikja á búnaði verksmiðjunnar þar sem olía er notuð.
 
Þetta er a.m.k. í annað sinn á stuttum tíma sem þykkan reyk leggur frá verksmiðjunni en myndin með fréttinni var tekin í síðustu viku þegar kveikt var á sama búnaði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024