Þykknar upp við Faxaflóann
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Suðaustan 8-13 m/s og súld eða rigning með köflum, en austlægari og úrkomuminna á morgun. Hiti 8 til 16 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustanátt 5-10 m/s og skýjað, en lítilsháttar væta síðdegis. Austlægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 31.05.2010 06:29. Gildir til: 01.06.2010 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 5-10 m/s og dálítil væta S- og A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SV-til.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og súld með köflum á N- og A-landi, en víða léttskýjað fyrir sunnan og vestan. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-til.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag (sjómannadagurinn):
Austlæg eða breytileg átt og væta öðru hverju á S-verðu landinu, en annars þurrt að kalla. Fremur hlýtt veður.
---
Ljósmynd/elg – Margir nutu veðurblíðunnar á Suðurnesjum í gær. Þetta fólk var á göngu við Hagafell, skammt frá Grindavík.