Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar upp um helgina
Föstudagur 11. júní 2010 kl. 08:20

Þykknar upp um helgina


Í dag verður hægviðri og skýjað með köflum við Faxaflóann, samkvæmt verðurspá. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig. Á morgun snýst vindur í suðaustan 5-13 á morgun með vætu. Hiti á bilinu 8 til 14 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Suðaustan 5-10 á morgun með vætu. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:

Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en hægari vindur og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag:

Vestlæg átt með smáskúrum, en þurrt austanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag (þjóðhátíðardagurinn):
Sunnan og suðvestanátt og dálítil súld eða rigning með köflum, en þurrt og bjart á Norðustur- og Austurlandi. Hlýtt í veðri, einkum norðaustantil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024