Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar upp síðdegis
Laugardagur 7. október 2006 kl. 11:40

Þykknar upp síðdegis

Á Garðskagavita voru NNA 11 og 7 stiga hiti klukkan 11
Klukkan 9 í morgun var norðaustlæg átt á landinu, víða 8-13 m/s, en heldur hvassari við norður- og vesturströndina. Rigning norðaustan- og austantil. Víða bjartviðri sunnan- og vestanlands, en stöku skúrir norðvestantil. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast vestantil. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en þykknar upp síðdegis. Rigning með köflum í nótt og á morgun og bætir heldur í vind síðdegis. Hiti 3 til 9 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast úti við ströndina, en allt að 20 við suðausturströndina í nótt. Þykknar upp suðvestanlands, smáskúrir eða slydduél norðvestantil, en víðast rigning annars staðar. Norðaustan 10-18 á morgun og víða rigning, en heldur hvassara og talsverð rigning suðaustantil. Hiti 3 til 9 stig að deginum, mildast sunnantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024