Þykknar upp með kvöldinu
Gert er ráð fyrir að það þykkni upp suðvestanlands þegar líður á daginn, en veðurstofan spáir austan og norðaustanátt, 10-15 m/s og slyddu eða rigningu norðan- og austantil á landinu í dag en annars hægari vindi og úrkomulitlu. Þegar líður á morguninn dregur úr vindi og úrkomu og síðdegis verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og él norðantil. Í kvöld verður síðan vaxandi suðaustanátt og þá þykknar upp suðvestanlands.