Þykknar upp með deginum
Klukkan 6 var norðvestlæg átt, víða 3-8 m/s en allt að 15 m/s allra austast. Yfirleitt léttskýjað. Allvíða 0 til 3ja stiga frost inn til landsins, annars hiti 2 til 7 stig, hlýjast á Gufuskálum og í Reykjavík.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan 3-8 m/s og léttskýjað, en snýst til suðvestlægrar áttar og þykknar upp. Sunnan 5-10 og dálítil rigning með kvöldinu. Hiti nálægt frostmarki í fyrstu en 5 til 10 stig síðdegis.
Kortið er tekið af vef Veðurstofu