Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar upp í kvöld og rignir nálægt miðnætti
Föstudagur 27. ágúst 2004 kl. 08:47

Þykknar upp í kvöld og rignir nálægt miðnætti

Í morgun kl. 06 var norðvestlæg eða breytileg átt á landinu, víðast fremur hæg. Léttskýjað á Suðurlandi, en annars skýjað með köflum og skúrir á stöku stað um norðan- og vestanvert landið og rigning var á norðanverðum Vestfjörðum. Hiti var 1 til 11 stig, kaldast í Skaftafelli.

Yfirlit: Á milli Færeyja og Skotlands er 983 mb lægð sem fer ANA og grynnist smám saman, en við suðvesturströnd Grænlands er vaxandi 999 mb lægð sem hreyfist einnig ANA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en smáskúrir norðan- og austantil. Gengur í suðaustan 8-15 m/s í kvöld og nótt og fer að rigna, fyrst suðvestan- og vestanlands, en einnig sunnan- og austanlands á morgun. Hægari og úrkomulítið á Norðurlandi á morgun. Hiti 9 til 15 stig á láglendi að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og léttir heldur til. Gengur í vaxandi suðaustan átt í kvöld og þykknar upp. Suðaustan 10-15 m/s og fer að rigna nálægt miðnætti. Hiti 9 til 15 stig yfir daginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024