Þykknar upp í kvöld
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og léttskýjað við Faxaflóa, en mistur sunnantil. Þykknar upp í kvöld. Austan 5-10 á morgun og rigning með köflum. Hiti 8 til 14 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri eða hafgola og bjartviðri. Þykknar upp í dag og dálítil rigning seint í kvöld. Suðaustan 5-10 á morgun og rigning með köflum. Hiti 6 til 12 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan og sunnan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt að kalla á NA-lands. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 á NA-verðu landinu.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10. Rigning með köflum SA-lands, smáskúrir SV- og V-lands, en þurrt að kalla á N- og A-landi. Hiti víða 7 til 15 stig, hlýjast á N- og A-landi.
Á föstudag:
Sunnan 10-18, hvassast V-lands. Dálítil rigning eða súld S- og V-lands og hiti 8 til 12 stig, en bjart á N- og A-landi og hiti 12 til 18 stig.
Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur):
Sunnanátt og rigning með köflum, en þurrt og bjart NA-til. Hlýtt í veðri, einkum NA-til.