Þykknar upp í kvöld
Klukkan 6 var norðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Dálítil rigning eða súld, einkum um landið norðanvert, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti var frá frostmarki allvíða upp í 8 stig sums staðar á Austfjörðum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðan 3-8 m/s og bjart með köflum, en snýst í suðvestan 5-10 síðdegis. Þykknar upp og súld seint í kvöld. Hiti 4 til 9 stig.
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar