Þykknar upp í dag
Klukkan 6 var norðlæg átt, 8-15 m/s með austurströndinni, en annars mun hægari. Stöku él norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan og síðan austan 3-8 m/s og þykknar smám saman upp. Suðaustan 10-15 og snjókoma undir morgun, en suðlægari og rigning eða slydda með köflum síðdegis á morgun. Frost 2 til 8 stig en 1 til 6 stiga hiti á morgun.