Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar smám saman upp vestantil
Fimmtudagur 7. október 2004 kl. 09:08

Þykknar smám saman upp vestantil

Klukkan 06.00 í morgun var norðlæg átt, 5-9 m/s við austurströndina, annars fremur hæg breytileg átt og léttskýjað eða heiðskírt. Kaldast var 7 stiga frost á Möðruvöllum, Húsafelli og Haugi í Miðfirði, en hlýjast 3 stiga hiti við suðurströndina.

Við SV-strönd Noregs er víðáttumikil 996 mb lægð sem þokast austur og grynnist. Yfir norðvestanverðu landinu er 1027 mb hæð og önnur 1035 mb hæð er langt SV í hafi.
 
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, 3-8 m/s í dag, þykknar smám saman upp vestantil og dálítil súld allra vestast seint í kvöld, en léttskýjað norðan- og austantil. Hlýnandi veður, hiti víða 4 til 9 stig síðdegis, en heldur svalara í innsveitum norðaustantil. Suðvestan 5-8 á morgun og súld öðru hverju, en vestlægari og bjartviðri um austanvert landið. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir austan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024