Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 9. september 2003 kl. 08:40

Þykknar smám saman upp í dag

Í morgun kl. 06 var fremur hæg breytileg átt á landinu. Norðan og norðaustanlands var skýjað, en annars staðar víða léttskýjað og þokubakkar á stöku stað. Hiti var við frostmark á Þingvöllum en annars var hiti 1 til 11 stig, hlýjast á Dalatanga. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Hægt vaxandi austanátt, 10-15 m/s við suðvesturströndina með kvöldinu, en annars mun hægari. Skýjað með köflum og stöku skúrir suðvestan til í kvöld og nótt. Suðaustan 10-15 og rigning með köflum suðvestanlands á morgun, en annars hægari og hálfskýjað. Hiti 11 til 16 stig að deginum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Vaxandi austanátt og þykknar smám saman upp í dag, 8-15 m/s síðdegis, hvassast sunnantil. Suðaustan 13-18 seint í kvöld, hvassast og rigning við ströndina. Hiti 9 til 15 stig að deginum, en 7 til 11 í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024