Þykknar aftur upp í nótt og fer að rigna
Í dag kl. 15 var norðvestlæg átt á landinu, 5-10 m/s víðast hvar, en 13-19 sums staðar á annesjum norðaustanlands. Skýjað sunnantil, en annars bjartviðri. Hiti 5 til 14 stig, svalast á Raufarhöfn en hlýjast á Héraði og Austfjörðum.
Yfirlit: Við Jan Mayen er 984 mb lægð sem fer A. Um 600 km SV af Reykjanesi er 1000 mb lægð sem þokast NA. SV af Írlandi er 1032 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Minnkandi norðlæg átt og víða bjartviðri. Austan og norðaustan 8-15 m/s og rigning syðst í nótt, en talsverð rigning suðaustantil á morgun. Slydda eða snjókoma til fjalla. Heldur hægari og þurrt norðantil fram að hádegi, en léttir heldur til um landið vestanvert seint á morgun. Hiti 5 til 10 stig í dag, en 2 til 10 á morgun, svalast norðantil.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hægviðri og þykknar upp. Gengur í austan 5-10 m/s og fer að rigna seint í nótt, en norðlægari og skýjað með köflum á morgun. Hiti 5 til 10 stig.