Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þykknar aftur upp á morgun
Sunnudagur 29. ágúst 2004 kl. 15:46

Þykknar aftur upp á morgun

Á hádegi var norðaustlæg átt, víðast fremur hæg. Skúrir norðan- og austanlands en ananrs léttskýjað. Hiti var 7 til 15 stig, svalast á Grímsstöðum á Fjöllum en hlýjast á Skarðsfjöruvita.

Yfirlit: Skammt N af Skotlandi er 990 mb lægð sem hreyfist SA og grynnist, en um 250 km V af Hvarfi er 989 mb lægð sem þokast í átt að landinu. Á Grænlandshafi er dálítill hæðarhryggur á austurleið.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, 3-10 m/s. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, annars skýjað og stöku skúrir. Hægviðri og bjart veður um nær allt land í kvöld. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, 8-13 og fer að rigna vestanlands seint á morgun, en hægari og áfram bjart veður austantil. Hiti 8 til 14 stig að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en suðaustlægari og þykknar upp undir morgun. Suðaustan 10-15 seint á morgun, hvassast og rigning vestast. Hiti 9 til 14 stig, en heldur svalara í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024