Laugardagur 2. júní 2012 kl. 14:35
Þykk þoka á Stapanum
Þykk þoka er nú á Stapanum, í Vogum og yfir Reykjanesskaganum að hluta. Þoka liggur yfir Faxaflóanum og má sjá þokubakkann þar sem hann liggur frá Vogastapa og út fyrir Garðskaga. Meðfylgjandi mynd er tekin frá nýjum skrifstofum Víkurfrétta í Krossmóa í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson