Þýfi og amfetamín í Höfnum
Lögreglan í Keflavík fann þýfi og amfetamín við húsleit í íbúðarhúsi í Höfnum á föstudag. Hægt var að rekja þýfið til innbrots sem framið hafði verið í Hafnarfirði skömmu áður. Þá hafði nokkrum heitum pottum, dælum og handverkfærum verið stolið. Húsráðendur og eigendur þýfisins og fíkniefnanna, voru hjón á fimmtugsaldri. Þau voru handtekin og yfirheyrð en sleppt að yfirheyrslu lokinni. Málið telst upplýst.