Þýfi fannst í Keflavík
Komið var með kventösku á lögreglustöðina í Keflavík sem fannst við Efstaleiti í Keflavík. Er haft var samband við eiganda töskunnar kom í ljós að því hafði verið stolið úr bifreið fyrir framan verslunina Sparkaup um kl. 13:00 á laugardaginn. GSM sími sem var í veskinu var horfinn en hann er af gerðinni Nokia. Vikan hefur verið viðburðarík samkvæmt dagbók lögreglunnar í Keflavík sem er meðfylgjandi:
Mánudagurinn 8. desember 2003.
Rólegt var á næturvaktinni.
Kl. 16:17 var lögregla kölluð að iðnaðarhúsnæði í Njarðvík vegna þjófnaðar. Þar hafði verið stolið hljómsveitargræjum að andvirði um hálfri milljón. Úr bifreið í húsinu voru horfin tvö GPÞ tæki, tvær talstöðvar og útvarpstæki af gerðinni Pioneer.
Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt í dag. Á dagvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði 127 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. rúmlega 19.00 kom Grindvíkingur GK- til Grindavíkur með slasaðan skipverja sem hafði meiðst á hné. Skeði slysið þann 6. desember s.l. er skipið var statt í svonefndum Kolluál. Hafði skipverjinn hrasað þar á vinnsludekki.
Kl. 23.46 var kvartað yfir sprengingum í skrúðgarðinum í Njarðvík. Fóru lögr.m. á staðinn og ræddu þar við þrjá pilta sem höfðu verið að sprengja þar kínverja.
Eitt hávaðaútkall barst en kvartað var yfir hávaða frá hljómflutningstækjum.
Þriðjudagurinn 9. desember 2003
Snemma í morgun var tilkynnt um þjófnað úr bifreið í Njarðvík. Þar hafði verið stolið geislaspilara.
Tilkynnt var um skemmdarverk á gæsluvellinum við Heiðarból. Lítið gat mátti sjá á ytra gleri á sjö rúðum líklega eftir loftbyssu.
Kl. 00:23 var óskaði öryggisvörður eftir lögreglu að íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Hafði verið sprengdur þarna flugeldur og hafði hluti úr honum farið í innihurð og skemmt hana. Ekki er vitað hver þarna var að verki en talsverður reykur var í ganginum er öryggisvörðurinn kom á staðinn.
Kl. 05:05 komu lögreglumenn í eftirliti að kyrrstæðri bifreið á vegarslóða sem liggur út af Garðvegi við Gufuskála. Bifreiðin var í gangi og maður sofandi í henni. Var maðurinn vakinn og reyndist hann vera með greinilegum áfengisáhrifum. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur. Að lokinni blóð- og þvagsýnistöku var hann færður í fangageymslu.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut. Mældist hraði hans vera 84 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km.
Sex voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á réttum tíma.
Miðvikudagurinn 10. desember 2003.
Kl. 07:11 féll maður í hálku á Framnesvegi í Keflavík og fótbrotnaði, Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Kl. 07:30 datt kona í hálku utan við heimili sitt við Njarðargötu í Keflavík. Hún kvartaði undan verkjum í baki og var flutt í sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem læknir athugaði hana.
Kl. 08:25 var tilkynnt um eignaspjöll á síma í símklefanum utan við Símann, Hafnargötu 40, Keflavík. Búið var að brjóta hurð og takkaborð framan af símanum. Tjónið er metið á 300,000,- krónur. Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir sjónarvottum.
Fimmtudagur 11. desember 2003
Rólegt var á næturvaktinni.
Föstudagur 12. desember 2003
Rólegt var á næturvaktinni.
Kl. 13:10 var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr verkfæragám við Hellubraut í Grindavík. Hafði verið brotin þar rúða í útihurð og þaðan stolið ragmagnshitablásara hvítum að lit. Mun þjófnaðurinn hafa átt sér stað frá því kl. 18:30 í gærdag til kl. 07:00 í morgun..
Að öðru leiti var rólegt á dagvaktinni.
Á kvöldvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði 125 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Laugardagurinn 13. desember 2003.
Kl. 03:00 var lögregla og sjúkralið kallað að veitingastaðnum Paddýs á Hafnargötu þar sem ölvaður maður hafði dottið á höfuðið. Maðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar. Honum var síðan ekið heim.
Kl. 03:15 höfðu lögreglumenn afskipti af rúmlega tvítugum karlmanni þar sem lögreglumenn voru vitni að því er hann henti bjórglerflösku í götuna þar sem þeir voru á Hafnargötu í Keflavík.
Kl. 04:52 var lögregla kölluð að íbúðarhúsi í Vogum vegna líkamsárásarmáls. Einn aðili var fluttur á HSS til aðhlynningar.
Á næturvaktinni var tilkynnt um eitt umferðaróhapp. Afskipti voru höfð af fjórum 16 ára ungmennum þar sem þau voru ölvuð. Þeim var ekið heim. Hald var lagt á bjór sem þau höfðu meðferðis. Tilkynnt var um eitt skemmdarverk en grindverk á Smáratúni í Keflavík var skemmt.
Kl. 06:58 tilkynnti 22 ára stúlka að sér hafi verið nauðgað í bifreið við Strikið í Keflavík. Stúlkan var ölvuð en kvaðst hafa farið upp í bifreið varnarliðsmanns þar fyrir utan og hafi hann síðan nauðgað henni. Hún var síðan flutt á Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála til skoðunar. Hún gat gefið upp númer bifreiðarinnar sem atburðurinn hafði skeð í og var varnarliðsmaður handtekinn á bifreiðinni nokkru síðar þar sem hann kom í Aðalhliðið. Hann var færður í fangageymslu í Keflavík en sleppt seinni partinn eftir skýrslutöku.
Kl. 07:30 var tilkynnt um ofurölvi mann liggjandi við SBK í Grófinni. Var maðurinn sem var mikið ölvaður fluttur á lögreglustöð.
Kl. 13:43 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Njarðarbrautar og Klettaás á Fitjum. Ekki varð slys á fólki en talsvert eignatjón á bifreiðunum.
Kl. 13:47 var komið með kventösku á lögreglustöð sem fundist hafði á Efstaleiti. Er haft var samband við eiganda töskunnar kom í ljós að því hafði verið stolið úr bifreið fyrir framan verslunina Sparkaup um kl. 13:00 í dag. GSM sími sem var í veskinu var horfinn en hann er af gerðinni Nokia.
Kl. 13:57 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið s.l. nótt þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Heiðarhvamm 2. Hafði verið brotin vinstri hliðarrúða í Honda Civic fólksbifreið.
Kl. 14:50 var tilkynnt um umferðaróhapp á Stafnesvegi í Sandgerði en engin slys. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á grindverki og rafmagnskassa.
Á kvöldvaktinni var tilkynnt um eitt umferðaróhapp.
Sunnudagurinn 14. desember 2003.
Á næturvaktinni þurfti lögreglan í þrjú skipti að fara í heimahús í fjölbýli þar sem hafði verið kvartað undan hávaða. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Garðvegi. Mældur hraði 120 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 05:36 var tilkynnt um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Njarðvík. Styggð kom að þjófunum þar sem þjófavarnarkerfið í húsinu fór í gang.
Kl. 09:25 var óskað eftir lögreglu að húsi í Vogum vegna ofurölvi manns sem þar var að reyna að komast inn. Fóru lögr.m. á staðinn og fjarlægðu þar ofurölvi mann sem var þar ber að ofan. Fékk hann gistingu í fangageymslu þar til af honum var runnið
Kl. 09:35 var tilkynnt um rúðubrot í Rafiðn, Víkurbraut 1, Keflavík. Þarna hafði verið brotin rúða á vesturhlið og mun það hafa skeð s.l. nótt.
Kl. 12:55 tilkynnti maður sem var að bera út Fréttablaðið á Heiðarvegi í Keflavík að hundur sem þar var bundinn fyrir framan eitt húsið hafi glefsað í fót mansins. Fór maðurinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk stífkrampasprautu. Er lögr.m. fóru á staðinn var enginn þar heima og hundurinn ekki úti við.
Mánudagurinn 8. desember 2003.
Rólegt var á næturvaktinni.
Kl. 16:17 var lögregla kölluð að iðnaðarhúsnæði í Njarðvík vegna þjófnaðar. Þar hafði verið stolið hljómsveitargræjum að andvirði um hálfri milljón. Úr bifreið í húsinu voru horfin tvö GPÞ tæki, tvær talstöðvar og útvarpstæki af gerðinni Pioneer.
Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt í dag. Á dagvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði 127 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. rúmlega 19.00 kom Grindvíkingur GK- til Grindavíkur með slasaðan skipverja sem hafði meiðst á hné. Skeði slysið þann 6. desember s.l. er skipið var statt í svonefndum Kolluál. Hafði skipverjinn hrasað þar á vinnsludekki.
Kl. 23.46 var kvartað yfir sprengingum í skrúðgarðinum í Njarðvík. Fóru lögr.m. á staðinn og ræddu þar við þrjá pilta sem höfðu verið að sprengja þar kínverja.
Eitt hávaðaútkall barst en kvartað var yfir hávaða frá hljómflutningstækjum.
Þriðjudagurinn 9. desember 2003
Snemma í morgun var tilkynnt um þjófnað úr bifreið í Njarðvík. Þar hafði verið stolið geislaspilara.
Tilkynnt var um skemmdarverk á gæsluvellinum við Heiðarból. Lítið gat mátti sjá á ytra gleri á sjö rúðum líklega eftir loftbyssu.
Kl. 00:23 var óskaði öryggisvörður eftir lögreglu að íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Hafði verið sprengdur þarna flugeldur og hafði hluti úr honum farið í innihurð og skemmt hana. Ekki er vitað hver þarna var að verki en talsverður reykur var í ganginum er öryggisvörðurinn kom á staðinn.
Kl. 05:05 komu lögreglumenn í eftirliti að kyrrstæðri bifreið á vegarslóða sem liggur út af Garðvegi við Gufuskála. Bifreiðin var í gangi og maður sofandi í henni. Var maðurinn vakinn og reyndist hann vera með greinilegum áfengisáhrifum. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur. Að lokinni blóð- og þvagsýnistöku var hann færður í fangageymslu.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut. Mældist hraði hans vera 84 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km.
Sex voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á réttum tíma.
Miðvikudagurinn 10. desember 2003.
Kl. 07:11 féll maður í hálku á Framnesvegi í Keflavík og fótbrotnaði, Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Kl. 07:30 datt kona í hálku utan við heimili sitt við Njarðargötu í Keflavík. Hún kvartaði undan verkjum í baki og var flutt í sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem læknir athugaði hana.
Kl. 08:25 var tilkynnt um eignaspjöll á síma í símklefanum utan við Símann, Hafnargötu 40, Keflavík. Búið var að brjóta hurð og takkaborð framan af símanum. Tjónið er metið á 300,000,- krónur. Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir sjónarvottum.
Fimmtudagur 11. desember 2003
Rólegt var á næturvaktinni.
Föstudagur 12. desember 2003
Rólegt var á næturvaktinni.
Kl. 13:10 var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr verkfæragám við Hellubraut í Grindavík. Hafði verið brotin þar rúða í útihurð og þaðan stolið ragmagnshitablásara hvítum að lit. Mun þjófnaðurinn hafa átt sér stað frá því kl. 18:30 í gærdag til kl. 07:00 í morgun..
Að öðru leiti var rólegt á dagvaktinni.
Á kvöldvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði 125 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Laugardagurinn 13. desember 2003.
Kl. 03:00 var lögregla og sjúkralið kallað að veitingastaðnum Paddýs á Hafnargötu þar sem ölvaður maður hafði dottið á höfuðið. Maðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar. Honum var síðan ekið heim.
Kl. 03:15 höfðu lögreglumenn afskipti af rúmlega tvítugum karlmanni þar sem lögreglumenn voru vitni að því er hann henti bjórglerflösku í götuna þar sem þeir voru á Hafnargötu í Keflavík.
Kl. 04:52 var lögregla kölluð að íbúðarhúsi í Vogum vegna líkamsárásarmáls. Einn aðili var fluttur á HSS til aðhlynningar.
Á næturvaktinni var tilkynnt um eitt umferðaróhapp. Afskipti voru höfð af fjórum 16 ára ungmennum þar sem þau voru ölvuð. Þeim var ekið heim. Hald var lagt á bjór sem þau höfðu meðferðis. Tilkynnt var um eitt skemmdarverk en grindverk á Smáratúni í Keflavík var skemmt.
Kl. 06:58 tilkynnti 22 ára stúlka að sér hafi verið nauðgað í bifreið við Strikið í Keflavík. Stúlkan var ölvuð en kvaðst hafa farið upp í bifreið varnarliðsmanns þar fyrir utan og hafi hann síðan nauðgað henni. Hún var síðan flutt á Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála til skoðunar. Hún gat gefið upp númer bifreiðarinnar sem atburðurinn hafði skeð í og var varnarliðsmaður handtekinn á bifreiðinni nokkru síðar þar sem hann kom í Aðalhliðið. Hann var færður í fangageymslu í Keflavík en sleppt seinni partinn eftir skýrslutöku.
Kl. 07:30 var tilkynnt um ofurölvi mann liggjandi við SBK í Grófinni. Var maðurinn sem var mikið ölvaður fluttur á lögreglustöð.
Kl. 13:43 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Njarðarbrautar og Klettaás á Fitjum. Ekki varð slys á fólki en talsvert eignatjón á bifreiðunum.
Kl. 13:47 var komið með kventösku á lögreglustöð sem fundist hafði á Efstaleiti. Er haft var samband við eiganda töskunnar kom í ljós að því hafði verið stolið úr bifreið fyrir framan verslunina Sparkaup um kl. 13:00 í dag. GSM sími sem var í veskinu var horfinn en hann er af gerðinni Nokia.
Kl. 13:57 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið s.l. nótt þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Heiðarhvamm 2. Hafði verið brotin vinstri hliðarrúða í Honda Civic fólksbifreið.
Kl. 14:50 var tilkynnt um umferðaróhapp á Stafnesvegi í Sandgerði en engin slys. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á grindverki og rafmagnskassa.
Á kvöldvaktinni var tilkynnt um eitt umferðaróhapp.
Sunnudagurinn 14. desember 2003.
Á næturvaktinni þurfti lögreglan í þrjú skipti að fara í heimahús í fjölbýli þar sem hafði verið kvartað undan hávaða. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Garðvegi. Mældur hraði 120 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 05:36 var tilkynnt um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Njarðvík. Styggð kom að þjófunum þar sem þjófavarnarkerfið í húsinu fór í gang.
Kl. 09:25 var óskað eftir lögreglu að húsi í Vogum vegna ofurölvi manns sem þar var að reyna að komast inn. Fóru lögr.m. á staðinn og fjarlægðu þar ofurölvi mann sem var þar ber að ofan. Fékk hann gistingu í fangageymslu þar til af honum var runnið
Kl. 09:35 var tilkynnt um rúðubrot í Rafiðn, Víkurbraut 1, Keflavík. Þarna hafði verið brotin rúða á vesturhlið og mun það hafa skeð s.l. nótt.
Kl. 12:55 tilkynnti maður sem var að bera út Fréttablaðið á Heiðarvegi í Keflavík að hundur sem þar var bundinn fyrir framan eitt húsið hafi glefsað í fót mansins. Fór maðurinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk stífkrampasprautu. Er lögr.m. fóru á staðinn var enginn þar heima og hundurinn ekki úti við.