Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir


Þýfi fannst hjá Grágás
Mánudagur 2. janúar 2006 kl. 20:24

Þýfi fannst hjá Grágás

Peningaskápur fannst í dag við Prentsmiðjuna Grágás í Keflavík. Fannst skápurinn bakatil við prentsmiðjuna á Vallargötunni. Við rannsókn kom í ljós að peningaskápnum hafði verið stolið í innbroti í húsnæði AA samtakanna á Klapparstíg, sem tilkynnt hafði verið til lögreglu um hádegisbil í dag.

Í innbrotinu spennti þjófurinn upp lausafag á suðurhlið og reif það svo af hjörum og þannig komst þjófurinn inn. Hafði hann á brott með sér lítinn peningaskáp. Hvers vegna peningaskápurinn endaði undir gafli Grágásar er óljóst en ekki hafði glæpamanninum tekist að opna skápinn. Að sögn lögreglu vöru lítil verðmæti í peningaskápnum. Ekki er vitað hver var hér að verki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024