Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þvílíkt rusl út um allt!
Mánudagur 27. febrúar 2012 kl. 09:32

Þvílíkt rusl út um allt!

Nemendur í 2. F við Grunnskóla Grindavíkur tóku sig til á föstudag, þegar þau gengu frá Hópsskóla í gegnum íþróttasvæðið og hjá sundlauginni og víðar, og hirtu upp allt rusl sem á vegi þeirra varð, nema glerbrot, enda hættulegt týna það upp fyrir litla fingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigríður Fjóla Benónýsdóttir kennari sagði að krakkarnir hefðu týnt upp ótrúlega mikið rusl á þessari stuttu leið. Þegar þau voru t.d. hálfnuð þurftu þau að snúa við til að losa sig við alla plastpokana í Hópsskóla til að geta haldið áfram að hirða ruslið með nýja poka.

Voru það skýr skilaboð frá þessum kláru krökkum til Grindvíkinga að hætta að henda rusli út um allt í bænum okkar. Þetta er bærinn okkar og við eigum að ganga vel um hann! Umgengnin lýsir innri manni!, segir á vefsíðu Grindavíkurbæjar.

Á myndinni eru krakkarnir í 2. F með hluta af því rusli sem þau týndu upp fyrir helgi.