Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þúsundir í miðbæ Keflavíkur nú síðdegis
Laugardagur 7. september 2002 kl. 18:08

Þúsundir í miðbæ Keflavíkur nú síðdegis

Þúsundir manna eru saman komnar í miðbæ Keflavíkur í blíðskaparveðri. Steinþór Jónsson, formaður ljósanefndar, sem stendur að Ljósanótt í Reykjanesbæ 2002, sagði erfitt að gera sér grein fyrir hversu fjölmennt væru. Um miðjan dag skaut hann á töluna 5000 en fólkið var dreift á mjög stórt svæði og því erfitt að segja til um fjöldann.Hafnargatan er lokuð við Skólaveg og var þéttskipuð fólkið alveg niður í Gróf. Viðburðir voru fjölmargir og sólskinsbros á fólki. Allir voru á eitt sáttir um að veðrið væri frábært og vart hægt að hugsa sér betra veður til að koma saman og njóta, skemmtunar, menningar og lista.

Meðfylgjandi mynd var tekin úr körfubíl slökkviliðsins við Svarta pakkhúsið um miðjan dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024