Laugardagur 1. september 2001 kl. 19:57
Þúsundir á Ljósanótt
Þúsundir gesta hafa í dag notið skemmtunar og menningar á svonefndri Ljósanótt í Reykjanesbæ. Í kvöld er síðan aðal dagskráin þegar ljósin á Berginu verða kveikt. Í fyrra voru 10.000 manns við þá athöfn og er búist við meiri fjölda í kvöld.