Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þúsundasti meðlimur Massa
Föstudagur 11. febrúar 2005 kl. 15:55

Þúsundasti meðlimur Massa

Lyftinga- og líkamsræktardeild Massa í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík fagnar 10 ára afmæli í dag. Einnig fagnar deildin sínum þúsundasta félagsmanni en Helga María Guðjónsdóttir var sú heppna. Við þetta tækifæri afhenti Hermann Jakobsson formaður Massa Helgu Maríu blóm og boðið var upp á dýrindis marsipanköku á eftir.
Helga María er að fara í fyrsta skipti í líkamsrækt og í samtali við Víkurfréttir sagði hún að henni litist vel á þetta. „Ég var að hætta að reykja og ég ætla að taka á því í líkamsræktinni.“

Myndin: Hermann Jakobsson formaður Massa afhenti Helgu Maríu blóm í tilefni dagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024