Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þúsund vilja vinnu hjá PLAY
Miðvikudagur 6. nóvember 2019 kl. 16:35

Þúsund vilja vinnu hjá PLAY

Í hádeginu í dag höfðu hátt í þúsund starfsumsóknir borist PLAY. Enn eru að berast umsóknir en aðeins er liðinn sólarhringur síðan tilkynnt var um flugfélagið PLAY.  Þá má einnig bæta við að um 26 þúsund hafa skráð sig á póstlistann hjá PLAY.

 „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur verið tekið. Mikill áhugi er á að starfa hjá fyrirtækinu sem er mjög hvetjandi og ljóst er að fólk vill fá nýjan valkost í flugi,” segir Arnar Már Magnússon forstjóri PLAY.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Eins og fram kom í tilkynningu frá PLAY í gær þá stendur til að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum bæði á skrifstofu og áhafnarmeðlimi og reiknað er með að starfsmannafjöldinn verði á bilinu 200-300 manns næsta sumar.