Þurrt sunnantil í dag
Í morgun var norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert, en mun hægari um suðaustanvert landið. Rigning eða slydda norðan- og austantil, en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast á Fagurhólsmýri.
Yfirlit:
Um 300 km SA af Hornafirði er víðáttumikil 969 mb lægð sem þokast NA og grynnist smám saman, en á vestanverðu Grænlandshafi er dálítil hæðarhryggur sem hreyfist hægt A.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Búist er við stormi úti við norðurströndina, á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og vestantil á Hálendinu. Einnig má búast við hvössum vindhviðum um landið norðvestanvert, einkum á fjallvegum, Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Norðaustanátt, víða 15-20 m/s um landið norðvestanvert, en allt að 25 m/s á stöku stað. Mun hægari vindur um landið suðaustanvert. Rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Norðlæg átt 10-18 m/s síðdegis. Slydda eða rigning norðantil í dag, slydda eða snjókoma í kvöld og nótt en él á morgun. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt sunnantil, en bjartviðri á morgun. Hiti 0 til 7 stig í dag, mildast sunnanlands, en síðan kólnandi veður.
Yfirlit:
Um 300 km SA af Hornafirði er víðáttumikil 969 mb lægð sem þokast NA og grynnist smám saman, en á vestanverðu Grænlandshafi er dálítil hæðarhryggur sem hreyfist hægt A.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Búist er við stormi úti við norðurströndina, á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og vestantil á Hálendinu. Einnig má búast við hvössum vindhviðum um landið norðvestanvert, einkum á fjallvegum, Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Norðaustanátt, víða 15-20 m/s um landið norðvestanvert, en allt að 25 m/s á stöku stað. Mun hægari vindur um landið suðaustanvert. Rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Norðlæg átt 10-18 m/s síðdegis. Slydda eða rigning norðantil í dag, slydda eða snjókoma í kvöld og nótt en él á morgun. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt sunnantil, en bjartviðri á morgun. Hiti 0 til 7 stig í dag, mildast sunnanlands, en síðan kólnandi veður.