Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurrt síðdegis en rigning á morgun
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 09:00

Þurrt síðdegis en rigning á morgun

Klukkan 6 var vestanátt, víða hvassviðri eða stormur norðan heiða en mun hægari vindur sunnantil. Dálítil væta SV-lands, annars þurrt. Hiti 2 til 10 stig.
 
---------- Veðrið 25.01.2007 kl.06 ----------
   Reykjavík      Súld                      
   Stykkishólmur  Léttskýjað                
   Bolungarvík    Léttskýjað                
   Akureyri       Hálfskýjað                
   Egilsst.flugv. Léttskýjað                
   Kirkjubæjarkl. Skýjað                    
   Stórhöfði      Súld á síð. klst.         
---------------------------------------------

Yfirlit
900 km SSV af Reykjanesi er víðáttumikil 1040 mb hæð, en um 500 km NA af Jan Mayen er vaxandi 973 mb lægð sem fer A.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi N-lands og á SA-landi. Veðurspá: Vestlæg átt, víða 10-18 m/s en 18-23 á N-landi og einnig sums staðar SA-lands. Skýjað með köflum og dálítil væta vestantil. Hiti 3 til 10 stig. Dregur úr vindi og kólnar í dag, vestan 5-10 í kvöld og frost 0 til 5 stig N- og A-lands. Suðvestan 5-10 og dálítil rigning eða slydda á morgun, en þurrt austantil.
 
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestan 8-15 m/s og súld með köflum, en hægari og þurrt síðdegis. Vestan 5-10 og dálítil rigning á morgun. Hiti 1 til 7 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024