Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurrt og allt að 12 stiga hiti
Mánudagur 6. október 2014 kl. 08:44

Þurrt og allt að 12 stiga hiti

Norðaustan 8-15 og lengst af þurrt við Faxaflóa. Mun hægari og bjart með köflum á morgun. Hiti 6 til 12 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 8-15 og dálítil rigning af og til, en 5-10 og þurrt á morgun. Hiti 6 til 12 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 8-13 m/s og lítilsháttar væta um landið N- og A-vert, annars bjart að mestu. Hiti 3 til 10 stig, mildast með S-ströndinni.

Á föstudag:
Norðan 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning fyrir norðan, en þurrt syðra. Hiti 1 til 8 stig, svalast fyrir norðan.

Á laugardag:
Norðlæg átt og lítilsháttar snjókoma N- og A-lands, slydda syðst, en annars úrkomulítið. Kólnar í veðri og frystir víða nyrðra.

Á sunnudag:
Hægir vindar og bjartviðri inn til landsins, en strekkingsvindur og skúrir eða él úti við S- og A-ströndina. Fremur kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024