Þurrt að mestu
Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir austan 5-10 m/s, við Faxflóann, skýjuðu og þurru að mestu. Hiti verður 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-13 m/s, hvasast við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og austantil, en annars yfirleitt þurrt. Milt í veðri.
Á fimmtudag:
Hæg austlæg átt víðast hvar og skúrir á víð og dreif. Hiti 4 til 10 stig.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og kólnandi veður. Skúrir, en slydduél norðantil síðdegis.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og fremur svalt í veðri. Rigning eða skúrir, en slydduél norðantil.