Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þurrt að kalla og allt að 12 stiga hiti
Mánudagur 19. júní 2006 kl. 08:57

Þurrt að kalla og allt að 12 stiga hiti

Í morgun kl. 06 var hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og væta á stöku stað sunnantil og á Vesturlandi. Hiti var 5 til 13 stig, svalast á annesjum austurlands, en hlýjast í Ásbyrgi.

Yfirlit:
Á vestanverðu Grænlandshafi er 993 mb lægð, sem þokast NA. Skammt A af Labrador er 994 mb lægð sem hreyfist ANA. Yfirlit gert 19.06.2006 kl. 03:47

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en dálítil rigning um landið sunnanvert af og til. Vaxandi austanátt sunnantil í nótt og fer að rigna, 5-13 við suðausturströndina, en annars heldur hægari og þurrt að kalla. Norðlægari vestantil á morgun. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands, en víða 5 til 12 á morgun. Spá gerð 19.06.2006 kl. 06:43

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað, en þurrt að kalla. A-lægari í kvöld og nótt, en norðaustan 3-8 og skýjað, en úrkomulítið á morgun. Hiti 7 til 12 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024