Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurrt á morgun
Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 08:26

Þurrt á morgun


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðaustan 5-10 og skúrir þegar líður nær hádegi. Þurrt á morgun, en bætir í vind, einkum norðantil. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s og stöku skúrir. Norðlægari á morgun og þurrt. Hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Snjókoma eða slydda á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él norðvestanlands. Þurrt á Suður- og Vesturlandi, en væta sunnanlands um kvöldið. Hiti kringum frostmark um landið norðanvert, en annars 1 til 6 stiga hiti.

Á laugardag:
Suðaustan- og austan 5-10 m/s. Úrkomulítið norðaustantil, annars rigning eða slydda með köflum. Heldur kólnandi.

Á sunnudag:
Austanátt með dálitlum éljum, en víða þurrt og bjart vestantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands, annars vægt frost.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag
:
Austan- og norðaustanátt ríkjandi með smá úrkomu á víð og dreif, síst um landið vestanvert. Fremur svalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024