Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurrkað af framrúðunni
Mánudagur 10. september 2012 kl. 16:56

Þurrkað af framrúðunni

Þota Icelandair sem kom frá London nú síðdegis fékk konunglegar móttökur við komuna til Keflavíkurflugvallar. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli baðaði þotuna undir sigurboga sem sprautaður var með vatni. Ástæðan var að um borð voru þátttakendur að koma heim af Ólympíumóti fatlaðra sem nýlokið er í London.

Á meðan Ólympíufararnir hlustuðu á söng og fengu blóm í flugstöðinni kom það í hlut starfsmanna IGS að þrífa framrúðu þotunnar, sem blotnaði rækilega í aðgerð slökkviliðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar í flugstöðinni áðan. Neðri myndin er af Ólympíuhópnum, en sú efri af framrúðuhreinsuninni.



VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson