Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þurfum styrkari stoðir undir atvinnulífið til að skapa vel launuð störf
Föstudagur 3. maí 2013 kl. 15:34

Þurfum styrkari stoðir undir atvinnulífið til að skapa vel launuð störf

Fræðsla, þjálfun, menning, ferðaþjónusta og samgöngur skapa um þriðjung starfa í Reykjanesbæ, samkvæmt nýlegri könnun MMR sem gerð var í febrúar s.l. Þar af eru ferðaþjónusta og samgöngur með um 17% starfa.

Könnunin sýnir að fjórðungur starfa hefur mánaðarlaun undir 250 þúsund kr. á mánuði. Athyglisvert er að samkvæmt könnuninni eru iðnaður og verslun hvort um sig að skapa um 8% starfa bæjarbúa. Fiskveiðar og matvælaiðnaður skapa um 9,5% starfa. Þetta eru m.a. upplýsingar sem koma fram á íbúafundum með bæjarstjóra sem nú standa yfir í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Þessi samsetning er sérstök og sýnir að við þurfum styrkari stoðir undir atvinnulífið til að skapa vel launuð störf. Hér eru skatttekjur lágar, sem bendir eindregið til lágra launa. Við höfum lausnir um fjölbreytt og mun betur launuð störf. Nú þarf ríkisstjórn fyrir fólkið, sem fylgir þessu eftir með okkur“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.