Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurfum að gera stórátak í að bæta umgengni í nærumhverfi okkar
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 13:25

Þurfum að gera stórátak í að bæta umgengni í nærumhverfi okkar

Björn Sæbjörnsson, oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum

Kosið er til bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum á morgun, laugardaginn 26. maí. Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita allra framboðslista í Vogum.
 
Björn Sæbjörnsson, oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum:
 
Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar?
Umhverfis- og skipulagsmál, einnig atvinnu- og hafnarmál.
 
Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni?
Gera stórátak í að bæta umgengni í nærumhverfi okkar og að sveitarfélagið  sýni gott fordæmi á þeim vettvangi og gera til að mynda  aðkomuna að bænum meira aðlaðandi.
 
Markaðsetja sveitarfélagið sem vænlegan kost fyrir fyrirtæki til að vera með starfsemi í sveitarfélaginu t.d. með uppbyggingu á hafnarsvæðinu.
 
Við ætlum að stunda ábyrga fjármálastjórn og beita okkur fyrir því að viðaukar séu ekki gerðir nema brýn ástæða þyki til og lækka fasteignagjöld.
 
Hækka tekjuviðmið fasteignagjalda hjá eldri borgurum og kanna möguleikan á aukinni póstþjónustu.
Stuðla að frekari uppbygginu leiksvæða við skólana og horfa til lausna varðandi uppbyggingu leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu og lækka leikskólagjöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024