Þurfa uppdrátt að lagnaleið frá Njarðvík í Voga
Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir því við HS Veitur hf. að unninn verði hnitsettur uppdráttur af lagnaleið fyrir kaldavatnslögn frá Njarðvík í Voga, með þversniðum, og er það mál í vinnslu.
Fyrir liggur svar landeigenda við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar vatnslagnar milli Njarðvíkur og Voga. Þegar Þegar teikningar frá HS Veitum liggja fyrir er annars vegar unnt að leita eftir samkomulagi við landeigendur og hins vegar hefja undirbúning á breytingu aðalskipulags, sem er nauðsynlegt að ráðast í svo unnt sé að veita framkvæmdaleyfi fyrir lögninni.