Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurfa að gæta aðhalds í hvívetna
Frá listasafni Reykjanesbæjar. Mynd úr safni.
Þriðjudagur 17. nóvember 2015 kl. 09:52

Þurfa að gæta aðhalds í hvívetna

Ljóst er að nauðsynlegt verður að gæta aðhalds í hvívetna en þó eru tækifæri til flestra hefðbundinna verkefna á sviði safna og menningarmála í Reykjanesbæ á næsta ári. Fjárhagsáætlun var kynnt í menningarráði á dögunum og fór Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, yfir fjárhagsramma safna og menningarmála.

Forstöðumenn bókasafns, byggðasafns, listasafns og framkvæmdastjóri Hljómahallar kynntu sínar áætlanir sem og menningarfulltrúi Reykjanesbæjar sem kynnti sína áætlun. Menningarráð Reykjanesbæjar samþykkti allar áætlanirnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024