Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þunnar harðfiskskífur - hollt og gott njarðvískt snakk
Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 11:58

Þunnar harðfiskskífur - hollt og gott njarðvískt snakk

Garðar Magnússon hefur að undanförnu þróað framleiðslu á harðfiski og nýjasta afurð hans eru harðfisk-skífur, alvöru íslenskt „snakk". Hann mætti fyrir jól á leikskólann Gimli í Njarðvík og gaf þar börnunum hollt og gott harðfisk-snakk. Það kom síðan í hlut jólasveinanna að færa börnunum harðfiskflögurnar sem var pakkað í litla snotra poka.

En aðeins um harðfisk-snakkið: Hver skífa er um 2 grömm og mjög svipuð dæmigerðu nasli eða snakki. Garðar notar eingöngu þorsk eða ýsu og hefur hann þróað framleiðsluferli sem gerir honum kleift að útbúa góðan harðfisk í snakkformi.

Garðar er með hreinan fisk í þessari framleiðslu og það eina sem hann bætir við er Reykjanes-salt sem er mjög hollt. „Þetta er mjög hollt snakk og gott, gerist ekki miklu betra", sagði Garðar sem mun halda áfram að þróa harðfiskinn.

Myndin: Karen Valdimarsdóttir leikskólastjóri og Garðar Magnússon harðfisk-snakkframleiðandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024